23.9.2013

Ný heimasíða tekin í notkun

Rafskaut hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Gamla síðan var orðin ansi lúin og þótti orðið tímabært að endurnýja síðuna. Ásdís Birna Pálsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Rafskauts sá alfarið um vefsmíði og hönnun á nýju síðunni.

 

23.1.2013

Vatnsskurðardeild Rafskauts hefur hafið framleiðslu á ýmsum gjafavörum

Vatnskurðardeildin hefur hafið framleiðslu á hitaplöttum úr marmara og gúmmí og einnig á klukkum úr plexigleri. Vörurnar eru til sölu í Fánasmiðjunni og að sjálfsögðu eru þær einnig til í vefverslun Fánasmiðjunnar.

Myndir af vörunum er líka að finna á facebook síðu Rafskauts.

 

25.6.2012

Eldsvoði í Fánasmiðjunni í Norðurtangahúsinu

Aðfaranótt sunnudagsins 24. júní kom upp eldur á 2. hæð í Norðurtangahúsinu þar sem Fánasmiðjan hefur aðstöðu. Ljóst er að tjónið er mikið og mun starfsemin að einhverju leyti liggja niðri í óákveðinn tíma. Þó er líklegt að hægt verði að koma silkiprentvélinni í gang fljótlega.

Haft verður samband við alla viðskiptavini Fánasmiðjunnar sem eiga óafgreiddar pantanir í dag og á morgun. Rafskaut er eigandi Norðurtangahússins og aðaleigandi Fánasmiðjunnar en hún var flutt til Ísafjarðar frá Þórshöfn í mars árið 2011

1.6.2012

Subway opnar á Ísafirði

Óskum Subway til hamingju með opnunina á nýja veitingastaðnum á Ísafirði, en Rafskaut sá um alla raflagnavinnu á 21. veitingastað Subway á Íslandi

 

 

31.5.2012

Vatnskurðarvélin

Rafskaut fjárfesti í vatnsskurðarvél árið 2011 og er hún staðsett í Norðurtangahúsinu. Einar Ágúst Yngvason hefur umsjón með henni . Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með þessari vél, einfalt er að koma með teikningu og færa hana inn í tölvu og senda svo á vélina og stykkið er tilbúið eftir smástund. Það er hægt að skera út í stálplötu upp í 120 mm að þykkt. Einnig er hægt að skera plast,timbur,gler og aðra málma. Frekari kynning á vatnsskurðarvélinni og myndir af hlutum sem hafa verið skornir í vélinni má sjá með því að smella á tengilinn "Vatnskurðardeild" hér til hliðar.

2.5.2012

Endurbótum á rafkerfi í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum lokið.

 

Búið er að klára verksamnng við Vegagerðina vegna endurbóta á rafkerfi gangna undir Breiðadals og Botnsheiði, eingöngu eftir að klára viðbætur og smá breytingar og ganga menn sáttir frá þessu verki. Viljum við þakka þeim starfsmönnum sem unnu við verkið og einnig til þeirra starfsmanna sem tóku aukið álag á sig á meðan á verkinu stóð.

 

 

2.5.2012

Mikið að gera við lagfæringa á trillum fyrir strandveiðitímabilið

Búið er að vera mikið að gera við að koma trilluflotanum í lag fyrir strandveiðitímabilið sem var að hefjast, en óneitanlega hleypir þetta kerfi líki í hafninrnar og í mörgu er að snúast áður en lagt er í sjóferð

 

 

 

 

1.4.2012

Rafskaut 15 ára

Í dag var stór dagur í sögu Rafskauts en þá varð fyrirtækið 15 ára og af því tilefni viljum við þakka öllum okkar viðskiptavinum fyrir viðskiptin og ekki síst fyrir að hafa trú á okkur því án þeirra væri þetta jú ekki hægt.

Ekki má svo heldur gleyma hinu ótrúlega þólinmóða starfsfólki sem við höfum verið með öll þessi ár en kjarni starfsmanna hafa verið hjá okkur frá upphafi. Það eru mörg járn í eldinum hjá okkur og eigum við von á því að það vindi upp á sig framtíðinni þannig að fyrirtækið horfir björtum augum á framtíðina þó svo að blikur séu í lofti með búsetu hér á Vestfjörðum

 

 

 

19.10.2011

Starfsmenn Rafskauts aðstoa Í.A.V. í Noregi við að koma af stað jarðgangavinnu, sáu um að hanna og koma í gang vinnurafmagni á svæðinu.
                            

 

 

1.9.2011

Norðurtangahúsið lagfært

Mikið er búið að lagfæra Norðurtangahúsið þó loka frágangur utanhúss frestist fram á næsta sumar. Óðum er að færast líf í húsið, listamenn búnir að koma sér fyrir á 3. hæðinni, Fánasmiðjan komin í fullan rekstur á 2. hæð og á 1. hæðinni er búið að koma fyrir fullkominni vatnskurðardeild og í vetur verður einnig unnið við smíðar og samsetningar á rafmangstöflum fyrir Breiðadals- og Botnsheiðargöngin. Enn er samt laust pláss í 1. hæðinni ef einhverjir eru að leita sér að húsnæði og geta áhugasamir haft samband við Örn Smára í síma 897 6742

 

 

 

24.8.2011

Rafskaut með góða verkefnastöðu í vetur.

Búið er að ganga frá verksamnngi við Vegagerðina vegna endurbóta á rafkerfi gangna undir Breiðadals- og Botnsheiði upp á 119 milljónir króna og á verkinu að vera lokið í mars 2012.

Vegna þessa samnings þarf Rafskaut að bæta við sig mannskap og er nú verið að leita að rafvirkja í framtíðarstarf og einnig verkamönnum fyrir þetta afmarkaða verkefni.

Hefðbundin verkefnastaða hjá Rafskaut hefur verið góð það sem af er ársins og ágætis gangur á þeim markaði, en helstu verkefni sem eru í gangi núna eru raflagnir og tengingar í Mjólkárvirkjun, tenging virkjunar í Breiðadal og uppsetning vinnurafmagns og smíði á stýringum í Noregi vegnagangnaframkvæmda og er það í samstarfi við ÍAV.

 Það eru svo spennandi hlutir að gerast í Norðurtangahúsinu, en það hefur verið að taka stakkaskiptum að undanförnu. Í sumar hafa staðið yfir utanhússviðgerðir og nú er verið að mála húsið að utan einnig er mikið að gerast innandyra en búið er að setja upp Fánasmiðjuna á 2. hæðinni.Þar störfuðu í sumar 5-6 manns og hefur veriðmikið að gera hjá þeim í fánaprentun og bolamerkingum. Búið að setja upp vatnsskurðarvél á 1. hæðinni og er byrjað að vinna á henni, einnig er hönnunarvinna langt komin á ýmsum framleiðsluvörum sem koma vonandi á markaðinn í desember.Á 3. hæðinni er svo Listakaupstaðurinn búinn að koma sér vel fyrir og verður væntanlega öflugt starf þar í vetur.

Það má benda á að enn er laust pláss á 1. hæðinni, þannig aðef eitthver er með góða hugmynd um starfsemi, þá endilega að hafa samband.

20.5.2011

Rafskaut með lægsta tilboðið í endurbætur á rafkerfi ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði.

Í dag voru opnuð tilboð hjá Vegagerðinni í endurbætur á rafkerfi ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði og var Rafskaut með tölur í það verk og því var mikil eftirvænting að sjá hvað kæmi upp úr umslögunum, en niðurstaðan var eftirfarandi:

 • Íslenskir Aðalverktakar         218.682.742.kr.                  161%     
 • Rafal ehf.                          148.578.092.kr.                  109,3%
 • Rafmiðlun hf.                     148.460.862.kr.                   109,2% 
 • Áætlun Vegagerðarinnar   135.905.303.kr.                     100%
 • Rafmenn ehf.                     134.807.176.kr.                    99,9%
 • Tengill ehf.                        135.818.130.kr.                    99,2%
 • Rafskaut ehf.                     118.697.395.kr.                    87,3%

Nú er svo bara að sjá hvort samningar náist ekki fljótlega, en þetta verk mun skaffa fimm manns vinnu í sex mánuði, en verkinu á að vera lokið í mars 2012, svo þetta kemur á besta tíma ársins.

 

20.5.2011

Fánasmiðjan komin á fullt

Prentun í Fánasmiðjunni er komin í fullan gang, á heimasíðunni www.fanar.is má skoða helstu vörur sem prentaðar eru hjá fyrirtækinu.

24.2.2011

Fánasmiðjan flutt til Ísafjarðar

Fyrsti gámurinn með tækjabúnað Fánasmiðjunnar er komin til Ísafjarðar og er byrjað að setja tækin upp í Norðurtangahúsinu. „Alls verða þetta fjórir gámar enda fylgir mikill vél- og tækjabúnaður prentsmiðjunni,“ segir Grétar Örn Eiríksson, sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri Fánasmiðjunnar. „Í dag fer annar gámur af stað með stóru silkiprentvélina sem ræður við svokallaða stórfánaprentun en hún er um 25 metrar á lengd. Í næstu viku sendum við svo tvær stafrænar prentvélar sem prenta á borðfána og útifána,“ segir Grétar sem undanfarnar vikur hefur verið staðsettur á Þórshöfn til að kynna sér silkiprentlistina.

 

 

 

21.2.2011

Pökkun og frágangi á Þórshöfn að ljúka

Örn Smári frá Rafskaut ehf. ásamt þremur starfsmönnum frá Fánasmiðjunni eru nú á Þórshöfn að klára að nema þann fróðleik sem fylgir silkiprentun ásamt fleiru. Gengið hefur vel hjá þeim að ná tökum á þessu og eru þeir búnir að prenta nær allar framleiðsluvörur Fánasmiðjunar óstuddir en meðfylgjandi mynd er af því þegar starfsmenn gerðu fyrstu fatamerkingarnar óstuddir og að sjálfsögðu var prentað á eigin vinnufatnað svo viðskiptavinir sjá handbragðið hjá þeim. Nú er búið að skrúfa allar helstu vélarnar í sundur og fara þær í gám vestur á ísafjörð og verður byrjað að setja þær saman á mánudagin í nýum húsakynnum þ.e. í Sundstræti 45 ( HN húsinu). myndin úr verksmiðjunni er tekin þegar síðustu skrúfurnar voru teknar úr stóru silkiprentvélinni.

Nokkrar myndir frá Þórshöfn

 

20.01.2011

Grétar Eiríksson ráðinn verkefna- og rekstrarstjóri Fánsmiðjunnar

Rafskaut hefur ráðið Grétar Örn Eiríksson í starf verkefna- og framkvæmdastjóra fyrir Fánasmiðjuna sem kemur til Ísafjarðar í mars. Grétar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði og fór svo á námskeið í grafískri hönnun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, hann lauk svo námi í grafískri miðlun/prentsmíð við Iðnskólann í Reykjavík. Hann mun hefja störf um næstu mánaðamót og byrja á því að fara austur á Þórshöfn og kynna sér reksturinn næsta mánuðinn og í kjölfarið flytja verksmiðjuna vestur. Hann er einnig að fara yfir starfsumsóknir vegna annara starfa í verksmiðjunni og mun ákvörðun um ráðningu í þau störf liggja fyrir fljótlega.

17.1.2011

Lokafrágangur í Félagsheimili Bolungarvíkur

Það var mikill hamagangur í starfsmönnum Rafskauts síðastliðinn föstudag þar sem unnið var við lokafrágang í Félagsheimili Bolungarvíkur og í lokin voru allir starfsmenn fyrirtækisins að vinna við lokafrágang og þrif. Um kl.4 um nóttina lauk verkinu og var þá allt orðið skínandi hreint og öllum til sóma.

Laugardaginn 15. janúar 2011 var félagsheimilið svo opnað til sýningar fyrir almenning og voru allir hugfangnir af þessu verki og sammála um að allir hafi lagst á eitt við að gera þetta eins glæsilegt og hægt er. Miklar breytingar hafa orðið á tímabilinu eins og meðfylgjandi myndir sem eru frá upphafsdegi verksins og í lokin sýna.

Við þetta tækifæri vill Rafskaut þakka undirverktökum sínum fyrir vel unnin störf, en að öðrum ólöstuðum víljum við sérstaklega þakka tveimur aðilum fyrir að standa vaktina á staðnum en það eru rafvirkinn Rúnar Páll Hólm og trésmiðurinn Gareth Rendall en þeir hafa verið í verkinu frá upphafi.

 

Félagsheimili Bolungarvíkur

 

 

 

28.12.2010

Rafskaut kaupir Norðurtangahúsið

Enn er Rafskaut í stórræðum ! Í dag var skrifað undir kaupsamning á húseigninni Sundstræti 45 sem gengur undir nafninu Norðurtangahúsið. Ákveðið er að flytja Fánasmiðjuna í þetta húsnæði og verður hún staðsett á 2.hæð. Svo verða menn bara að vera bjartsýnir á að koma öllu húsinu í notkun á næstu árum.

Frétt um þessi umsvif Rafskauts birtist á vef Bæjarins besta á dögunum og hægt er að skoða hana í heild sinni með því að smella hér

 

21.12.2010

Rafskaut kaupir Fánasmiðjuna á Þórshöfn

Rafskaut fór í dag nýjar leiðir þegar skrifað var undir kaupsamning á Fánasmiðjunni sem er nú staðsett á Þórshöfn og er ætlunin að flytja verksmiðjuna til Ísafjarðar. Þá strax verða til þrjú ný störf í bænum og vonir standa til að fljótlega verði þau orðin sex og átta innan fimm ára. Hægt er að skoða frekari upplýsingar um Fánasmiðjuna á www.fanar.is og sjá hvað þar er gert.

 

 

25.9.2010

 Verklok í Bolungarvíkurgöngum.

Miklum áfanga var náð í dag þegar göngin voru kláruð og formlega opnuð með viðhöfn.

 

22.3.2010

Aðaltöflurnar í jarðgöngunum settar upp.

Föstudaginn 19. mars s.l. var stórum áfanga náð þegar aðaltöflurnar í jarðgöngunum voru settar upp, þá eru allar stjórn- og dreifitöflur komnar í báðar spennistöðvarnar og einnig í bæði tengihúsin.

Byrjað verður á stigalögnum í loftið í vikunni og í kjölfarið á því verður farið í kapalútdrátt bæði á stigana og einnig dregið í rör í jörðu.

Nú er verið er að leggja háspennu strengi og 5x240 mm strengi í vegöxlina

                        

 

16.1.20.2009

Frétt um Rafskaut í Viðskiptablaðinu og viðtal við framkvæmdastjórann.

26. nóvember s.l. birtist í Viðskiptablaðinu frétt um Rafskaut og viðtal við Örn Smára Gíslason framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hægt er að lesa fréttina með því að smella hér

6.12.2009

Nýir starfsmenn ráðnir.

Ráðnir hafa verið tímabundið til starfa hjá Rafskaut, fimm nýir starfsmenn, þeir eru: Aðalsteinn Sveinsson, Einar Örn Einarsson, Ingibjörn Valsson, Magnús Einar Magnússon og Ingvi Snorrason.

 

16.9.2009

Rafskaut sér um lokafrágang Bolungarvíkurganga.

Skrifað hefur verið undir verksamning við Ósafl ehf. um lokafrágang vegna Bolungarvíkurganga (Óshlíðarganga). Samningurinn felur m.a. í sér efnisútvegun á kapalsstigum, ljósum, köplum og öðrum rafbúnaði ásamt uppsetningu, tengingu og frágang hans. Reiknað er með að verkið verði unnið frá október til júní og að jafnaði verði átta til tíu manns starfandi við verkið. Verklok eru 15. Júlí 2010, fyrirséð er þó seinkun um einn til tvo mánuði.

2.1.2009

FHB afhent í mars á næsta ári

Verklokum á endurbyggingu Félagsheimilisins í Bolungarvík verður seinkað fram til 31. mars 2010. Samkomulag hefur náðst um breytingu á verktíma. Áður hafði verið samið um að seinka verklokum til 30. apríl 2009, en upprunaleg verklok áttu að vera í desember 2008. Framkvæmdir verða takmarkaðar við að verkstaðan hjá verktaka verði komin í 140 milljónir króna. Áður hafði verið ákveðið að verkstaðan færi í 120 milljónir króna á árinu 2008. Framkvæmdir ársins verða því um 20 milljónir króna. Verður þá um 80% verksamningsins lokið.

 

23.10.2008

Hlýindi vantar svo FB verði fokhelt

Framkvæmdir við Félagsheimili Bolungarvíkur ganga vel. Unnið er að því að gera húsið fokhelt áður en vetur skellur á með fullri hörku og bíðum við eftir næstu þíðu svo unnt sé að steypa þakplötu á nýbyggingu hússins. „Verkið er enn á tíma og er næsta verkefni að skipta út gluggum hússins og einangra þakið. Eftir það hefjum við vinnu í innviðum hússins. Sú vinna hefst í desember. Við höfum þurft að hægja á framgangi verksins að beiðni Bolungarvíkurkaupstaðar til þess að dreifa peningastreyminu í verkið.

 18.1.2008 

Tilboði Rafskauts í breytingar á Félagsheimili Bolungarvíkur samþykkt

Bolungarvíkurkaupstaður hefur samþykkt að taka tilboði Rafskauts í breytingará Félagsheimili Bolungarvíkur sem á að vera lokið 30. apríl 2009. Verkið felst í því að:

 1.  Brjóta niður nokkuð af veggjum og gera breytingar á skipulagin innandyra.         
 2.  Skipta um glugga og hurðir í öllu húsinu.                                                     
 3. Einangra og setja steiningu utan á allt húsið.
 4. Byggja nýja viðbyggingu og klára hana að utan og innan.
 5. Byggja útisvið og ruslageymslu við húsið.
 6. Setja nýtt rafkerfi í alla bygginguna ásamt því að leggja fyrir hljóðkerfi.
 7. Setja upp nýtt loftræstikerfi ásamt því að endurnýja allar pípulagnir í húsinu.
 8. Mála húsið að utan og innan.
 9. Skipta um tréverk inni í húsið þ.e. setja nýjar hurðir, veggklæðningar, loft og fl.
 10. Flísaleggja eldhús, snyrtingar og inngang.
 11. Leggja gólfefni á sali og herbergi.

Undirverktakar eru eftirfarandi fyrirtæki:

 • Trésmíðaverktaki: Spýtan ehf.
 • Múrbrotsverktak: Kjarnasögun ehf.
 • Jarðvinnuverktakar: Úlfar ehf.
 • Málaraverktaki: GG Málningarþjónusta ehf.
 • Múraraverktaki: Ásel ehf.
 • Dúklagning á þak: Dúkþak ehf.