• Rafskaut ehf. var stofnað um áramótin 1996-1997 og hóf rekstur 1. apríl 1997. Upphaflega voru stofnendur Örn Smári Gíslason og Magnús valsson en áður en rekstur hófst gengu til liðs við þá sem jafnir eigendur þeir Einar Ágúst Yngvason og Örgjafinn ehf.
  • Árið 2005 eignaðist svo Plasorka ehf. hlut Örgjafans.
  • Markmið félagsins var strax að þjónusta útgerðir og vinnslur í nærliggjandi bæjum og einnig að leggja áherslu á verkefnaöflun annarsstaðar frá. Fljótlega varð þetta umfangsmikið og til að gera þetta hagkvæmara var ákveðið að stofna sér fyrirtæki um hvert starfssvið sem Rafskaut ætti þá að hámarki helmingshlut í á móti starfsmönnum.
  • Plastorka ehf. var stofnað 28. nóvember 1998 og sá það um alhliða plastbáta- viðgerðir og breytingar og voru Rafskaut ehf. og Esra Esrason jafnir eigendur. Við breytt lagaumhverfi árið 2005 var plastvinnu hætt og félaginu breytt í eignarhaldsfélag sem Örn, Magnús og Einar eiga nú að jöfnu.
  • Rafjón ehf. var stofnað 9. janúar 1999 og sá um siglingatækjasölu, uppsetningar og þjónustu, einnig var á þess vegum þjófa- og brunavarnarkerfi og viðhald á ljósritunarvélum. Guðjón H. Ólafsson og Rafskaut ehf. voru jafnir eigendur. Við verulega fækkun skipa og báta dró verulega úr þessari tegund af þjónustu og var því Rafjón ehf. sameinað Rafskaut ehf. árið 2007
  • Frostorka ehf. var stofnað 8. júlí 1999 og sá um sölu, viðgerði og uppsetningar á kæli og frystikerfum og voru Kristján Sigmundsson, Örn, Magnús, Einar og Rafskaut eigendur að því. Eftirspurn eftir kælitækjaþjónustu dróst verulega saman með fækkkun skipa og fyrirtækja á svæðinu og var því rekstri Frostorku hætt árið 2006.
  • Eyfaraf ehf. Sett var upp útibú á Patreksfirði 1. janúar 2000 og sá Eyjólfur Tryggvason um það fram til ársins 2004 þá var því breytt í sjálfstætt félag Eyfaraf ehf. sem er í eigu Eyjólfs, en Rafskaut sér um reikningshald og innheimtu.