Rafskaut hefur unnið að ýmsum verkum á liðnum árum, stórum og smáum

Jarðgangnavinna

Rafskaut hefur verið að taka að sér stór verkefni í jarðgöngum. Í Bolungarvíkurgöngum var fyrirtækið með alla rafmagnsvinnu, frá undirbúningsvinnu í vinnurafmagni þar með talið háspennuvirki og svo allar nýlagnir í göngunum.

Rafskaut tók að sér að uppfæra allan rafbúnað og stýringar í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum veturinn 2011-2012.

Einnig hefur Rafskaut verið að vinna með ÍAV við göng í Holmestrand í Noregi.

Húsalagnir

Rafskaut hefur starfað mikið sem undirverktaki í stórum verkum t.d.við Flugstöðina á Íafirði, Verslunarmiðstöðina Neista, Íþróttahúsið á Suðureyri, Þróunarsetur Vestfjarða og endurnýjun á heimavist Menntaskólans á Ísafirði, einnig við Hátæknifjós í Botni og að Vöðlum.

 Í þessum verkum hefur Rafskaut ehf gengið frá raflögnum, síma- og tölvulögnum, útvarps- og sjónvarpslögnum, og brunakerfum. Einnig er fyrirtækið með endurbætur og nýbyggingu á Félagsheimili í Bolungarvík í aðalverktöku.

Fyrirtækjaþjónusta í rækjuiðnaði

Rafskaut hefur hannað, teiknað og sett upp heildarlausnir á rafkerfum og stýringum í vinnslustöðvar á svæðinu t.d. Rækjuverksmiðju HG í Súðavík, Niðursuðuverksmiðju, Rækjuverksmiðju Básafells og uppsetningu á rækjuverksmiðju í Rússlandi.

Fyrirtækjaþjónusta í bolfiskvinnslu

Rafskaut hefur heildarlausnir á stýringum í bolfisk vinnslu, eins og t.d. stýring á lausfrysti, frystiklefa, frystitækjum og pressum svo sem í Fiskverkun Jakobs Valgeirs í Bolungarvík, Frostahúsi í Súðavík og Odda á Patreksfirði.

Fyrirtækjaþjónusta í íðnaði

Rafskaut hefur hannað og sett rafbúnað í virkjanir ásamt því að vinna við uppsetningar og tengingar á virkjunum í samstarfi við Orkubú Vestfjarða t.d Þverárvirkjun á Hólmavík og Tungudalsvirkjun í Skutulsfirði.

Skipaþjónusta

Rafskaut hefur verið öflugt í skipaþjónustu og hefur tekið að sér stærri verk innanlands og erlendis, í því sambandi má nefna hönnun og endurnýjun á stýringum á millidekki Skutuls ÍS. Skipt um rafbúnað fyrir spilkerfi í Bessa ÍS.

Endurhönnun og breytingar á stýringum og lögnum á millidekki í; Orra ÍS. Hluti aðaltöflu og AutoGen búnaður settur í Skutul ÍS í samstarfi við Naust Marine. Settar stýringar á spilkerfi og AutoGen búnaður í erlend skip í samstarfi við Naust Marine.

Séð um uppsetningu og þjónustu á siglingatækjum og brunakerfum. Einnig séð um viðgerðarþjónustu ráðgjöf og eftirlitsstörf við skip erlendis má þar helst nefna risa skelfisktogara Seahunter og rækjuveiði- og vinnsluskipið Lynx

Smábátaþjónstua

Rafskaut hefur hannað og teiknað rafkerfi í marga báta, og smíðað töflur í þá og teiknað upp eldri kerfi. Einnig hefur Rafskaut selt og séð um uppsetningar og þjónustu á siglingatækjum.

Nýsmíðar skipa

Rafskaut hefur hannað, smíðað og sett upp rafkerfi í nokkur skip t.d. Reykjaborg RE, Stapavík AK og Brík BA einnig séð um allar uppsetningar á siglingatækjum.

Rafskaut í samvinnu við Örgjafann ehf. hannaði, teiknaði og smíðaði töflurnar í Þorlák ÍS og einnig höfum við hannað og smíðað töflur í 3 togara sem smíðaðir voru í Taiwan, töflurnar voru sendar út og þarlendir aðilar tengdu inná þær eftir teikningum frá okkur. Við höfum einnig verið í ráðgjafa og eftirlitsstörfum erlendis við nýsmíðar á togurum fyrir innlenda og erlenda aðila.